Lúpínan í blóma

Mynd Joe deSousa af Unsplash.
Mynd Joe deSousa af Unsplash.

Lúpínan er góð á melum og söndum þar sem áfok er ekki mikið því henni er illa við slíkt. Hún nýtir kraft Rhizobium-gerla til að vinna köfnunarefni úr andrúmsloftinu og þarf því ekki áburðargjöf þó að hún nái betri fótfestu fái hún léttan áburðarskammt fyrsta árið. Þar sem tegundin er fjölær en vex upp af rót á ári hverju myndast mikil sina og lífræn efni í jarðveginum sem bætir vaxtarskilyrðin fyrir komandi tegundir. Niturbindingin er um 150kg á hektara á ári. Hún blómgast og setur fræ fyrst við 3 til 5 ára aldur. Um 70% allra frjóvgana hjá lúpínu eru vegna sjálfsfrjóvgunar en restin verður við hjálp býflugna.

Saga

Elstu heimildir um lúpínu á Íslandi eru frá 1885 þar sem hún var notuð við plöntutilraunir hjá Georg Schierbeck, landlækni í Reykjavík. Náði hún engri útbreiðslu í það skiptið. Þá eru til heimildir um ræktun hennar í garðyrkjustöð í Reykjavík árið 1911 og sem fyrr náði hún ekki að skapa sér vinsældir.

Texti af Wikipedia.